Trientalis europaea

Ættkvísl
Trientalis
Nafn
europaea
Íslenskt nafn
Sjöstjarna, (Fagurblóm)
Ætt
Primulaceae (Maríulykilsætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í skóg-, kjarr-, mó- og graslendi. Nokkuð algeng á austanverðu landinu en sjaldgæf annars staðar.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.05-0.12 m
Vaxtarlag
Stönglar, grannir, uppréttir, ógreindir, blöðóttir og með örsmáum hreisturblöðum neðan við topphvirfingu, 5-12 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin í topphvirfingu ofarlega á stönglinum, 5-7 saman, dálítið misstór, oddbaugótt eða öfugegglaga, nær stilklaus, þunn og hárlaus, 2-3 sm á lengd, 8-13 mm breið. Aðeins örsmá hreisturblöð (lágblöð) neðar á stönglinum. Blóm hvít eða ofurlítið bleikleit, yfirleitt endastæð, oftast eitt en stundum tvö til þrjú saman á fíngerðum, löngum blómleggjum. Krónublöðin sjö, 1-1,8 sm í þvermál, odddregin, með gulum hring neðst. Bikarblöðin lensulaga, oddmjó, 4-5 mm á lengd. Fræflar oftast sjö, með gulum frjóhirslum og ein fræva með löngum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á topphvirfingu blaða sem er fremur fáttítt fyrirbæri á norðurhveli jarðar en þannig nýta blöðin sólargeisla betur en ella. Einnig má benda á krónublöðin sjö sem einnig er fremur fátítt.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Áður voru blóm og blöð marin og strokið um hvarma til þess að lækna ýmsa augnkvilla. Seyði af rótinni var fyrrum notað til þess að koma af stað uppsölu. Einnig nefnd fagurblóm.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Allalgeng á Austurlandi frá Vopnafirði suður í Öræfi. Annars staðar aðeins fundin á einum stað í Öxarfirði og þrem á Suðurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel (N Ameríka, Evrópa, Asía, Grænland)