Trifolium hybridum

Ættkvísl
Trifolium
Nafn
hybridum
Íslenskt nafn
Alsikusmári
Ætt
Fabaceae (Ertublómaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex allvíða sem slæðingur við bæi og í túnum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-ágúst
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir með hnébeygðum liðum, 15 - 30 sm á hæð og stundum jafnvel hærri.
Lýsing
Blöðin þrífingruð, ljósgræn, hárlaus, án bletta. Blómin í þéttum, hnöttóttum, stilklöngum kolli. Bikarinn grænhvítur, hárlaus. Krónublöðn fyrst hvít, síðan ljósrauð og að lokum brúngul. Blómgst í júní-ágúst. 2n=16.LÍK/LÍKAR: Mjög líkur hvítsmára, en er allur stærri og með uppréttari hola stöngla og blóm sem eru hvít í fyrstu en verða rauðbleikleitari með aldrinum og mjög ilmsterk. Smáblöðin eru aldrei öfughjartalaga heldur sporbaugótt og enginn blettur á þeim. Belgurinn með 2 fræjum. Hefur einnig verið nefndur alsikrusmári í eldri flórum.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Innfluttur í fræblöndum til uppgræðslu og túnræktar. Hefur sáð sér út og dreifist af sjálfsdáðum, löngu orðinn ílendur víða um land.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, S Ameríka, Ástralía, Nýja Sjáland ov.