Triglochin maritima

Ættkvísl
Triglochin
Nafn
maritima
Íslenskt nafn
Strandsauðlaukur
Ætt
Juncaginaceae (Sauðlauksætt)
Samheiti
Triglochin ani Koch; Triglochin roegneri C. Koch; Triglochin transcaucasica Bordzil.;
Lífsform
Fjölær grasleit jurt
Kjörlendi
Vex á sjávarflæðum og sendnum engjum nærri sjó.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.15-0.40 m
Vaxtarlag
Jarðstönglar skástæðir og fjölblöðóttir. Stönglar sterklegir, 2-2,5 mm í þvermál, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin grænleit, sterkleg, striklaga eða nær sívöl, með sama sérkennilega bragðinu og mýrasauðlaukur.Blómin smá, stuttstilkuð í löngum, allþéttum, blómríkum, axlaga klasa á stöngulendum. Blómin 6-deild, blómhlífin í tveim þríblaða krönsum, blómhlífarblöðin fjólubláleit til jaðranna með grænleitum miðstreng, snubbótt. Fræflar sex, nær stilklausir og standa þétt innan við blómhlífarblöðin. Frævan gerð úr sex fræblöðum. Aldin þrídeild klofaldin, egglaga og gildust neðst, um 2,5 mm í þvermál. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Mýrasauðlaukur. Mýrasauðlaukur er mun fíngerðari jurt með aflengri aldin og aðlæga aldinleggi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=5&taxon_id=222000441; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Triglochin+maritima
Útbreiðsla
Hér og hvar á sjávarflæðum umhverfis landið, þó sjaldséður við suðurströndina austan Ölfusár og á Norðausturlandi frá Skjálfanda að Þistilfirði, og á Norðurlandi vestra frá Fljótum vestur á Strandir. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, N Afríka, N Ameríka.