Tripleurospermum maritimum

Ættkvísl
Tripleurospermum
Nafn
maritimum
Ssp./var
ssp. phaeocephalum
Höfundur undirteg.
(Rupr.) Hämet-Ahti
Íslenskt nafn
Baldursbrá
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Matricaria ambigua auct. Amer.Matricaria inodora var. phaeocephala Rupr. (basionym)Matricaria maritima subsp. phaeocephala (Rupr.) RauschertTripleurospermum phaeocephalum (Rupr.) Pobed.
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex á haugum, hlaðvörpum og ýmiskonar röskuðum svæðum en einnig í fjörusandi. Mjög algeng við bóndabæi og í þéttbýli.
Blómalitur
Hvítur, gulur hvirfill
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.70 m
Vaxtarlag
Uppréttir eða skástæðir, greindir stönglar, oft með uppsveigðum blaðsprotum, 10-70 sm á hæð. Stönglar og greinar gáraðar.
Lýsing
Blöðin eru tvífjaðurskipt með margskiptum smáblöðum, smábleðlar þeirra eru striklaga og örmjóir. Blómskipun karfa. Körfur stórar og fjölmargar í hálfsveip efst á stönglum, 3-5 sm í þvermál. Geislakrónur hvítar, 3-5 mm á breidd og 1,5-2 sm á lengd, útbreiddar og yfirleitt þrítenntar að framan. Hvirfilblómin eru gular pípukrónur á kúptum botni. Reifablöð aflöng, græn með dökkbrúnum eða svörtum, himnukenndum jaðri. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Freyjubrá & hlaðkolla. Freyjubrá hefur mjög líkar blómkörfur en aðeins eina á hverjum stöngli. Þekkist einnig á því að blöðin eru fjaðursepótt eða tennt en ekki fjaðurskipt. Hlaðkollan er minni en með áþekk blöð og þekkist auðveldlega á því að hún er bara með gul hvirfilblóm en enga geisla í körfunni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Tegundin er ein þekktasta lækningaplantan. Einkum var hún notuð við kvensjúkdómum eins og nöfnin fuðarjurt og móðurjurt gefa til kynna (matricaria komið af matrix, leg; skylt mater, móðir "sbr. eldra nafn Matricaria maritima"). Hún átti að leiða tíðir kvenna og leysa dautt fóstur frá konum, eftirburð og staðið blóð. Við tannpínu skyldi leggja marða baldursbrá á eyrað þeim megin sem verkurinn var. Að auki þótti te af blöðum og blómum svitadrífandi, ormdrepandi og hjartastyrkjandi.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt - sérstaklega á láglendi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evópa, N Ameríka.