Trisetum spicatum

Ættkvísl
Trisetum
Nafn
spicatum
Íslenskt nafn
Fjallalógresi
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
T. airoides Roem. & Schult., T. subspicatum (L.) P. Beauv.; Aira spicata L.
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í móum, melum og snjódældum, helst til fjalla. Víða um land allt.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Myndar litlar, lausþýfðar þúfur. Stráin oftast nokkur saman, uppsveigð neðantil eða skástæð og nokkuð fíngerð, 10-30 sm á hæð. Strá og blaðslíður þéttgráloðin.
Lýsing
Blöðin græn, grágræn og stundum dálítið bláleit, uppundin á jöðrum, 1,5-3 mm á breidd. Stráblöðin eru styttri en blaðsprotablððin. Punturinn grannur, blámóleitur, dökkblámóleitur eða fjólublár, axleitur, þéttur stuttgreindur, yfirleitt 2-4 sm á lengd, 4-6 mm löng, axagnirnar. Smáöxin tvíblóma, sjaldan þríblóma. Axagnirnar himnurendar, oddmjóar, hárlausar eða með snörpum taugum, grænar neðan til, fjólubláar ofan til, 3,5-4,5 mm á lengd. Neðri blómögn með langri, útsveigðri hnébeygðri baktýtu, festri ofan við miðju. Frjóhnapparnir 0,6-1,0 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí. 2n=28.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á loðnum stráum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.pfaf.org/database/plants.php?Trisetum+spicatum; http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=242353062; http://www.rbgkew.org.uk/data/grasses-db/www/imp10649.htm; Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 Feb, 2007]
Útbreiðsla
Algengt um land allt, einkum til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, V Asía, Ástralía og Nýja Sjáland, N & S Ameríka.