Trisetum triflorum

Ættkvísl
Trisetum
Nafn
triflorum
Íslenskt nafn
Móalógresi
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í holtum og móum, sérstaklega á láglendi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Myndar litlar, lausþýfðar þúfur, jurtin öll loðin. Stráin oftast tvö saman með mörgum blaðsprotum við stofninn, grófgerð uppsveigð neðantil, en upprétt og beinvaxin, 10-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin oftast bláleit. Punturinn aflangur allþéttur og líkist axpunti, með lengri greinum neðantil, oftast 4-8 sm langur, ljósgrænleitur, móbrúnn eða silfurgrár að lit. Smáöxin þríblóma, sjaldan tvíblóma, 5-8 mm löng, axagnirnar snoðnar, hærðar eða með snörpum taugum, týtan bein eða örlítið bogin. Frjóhnapparnir 0,8-1,1 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí. 2n = 42.Líkist nokkuð fjallalógresi, en er heldur stærra og grófgerðara, punturinn móleitur eða grábrúnn, en ekki með þeim dökkfjólubláa keim sem einkennir venjulegt lógresi.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt um landið nema hátt til fjalla og á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel