Tussilago farfara

Ættkvísl
Tussilago
Nafn
farfara
Íslenskt nafn
Hóffífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í frjóum, rökum jarðvegi við hús og bæi og meðfram vegum, mikið til í röskuðum svæðum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Apríl-maí
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Að vori vaxa upp uppréttir blómstönglar sem bera eina endastæða körfu, 10-20 sm á hæð. Stönglar þéttblöðóttir breiðfættum, stuttum, aðlægum, brúnfjólubláum hreisturblöðum sem framleiða þó nær enga fæðu fyrir plöntuna. Að blómgun lokinni spretta stór hófalaga blöð upp af skriðulum jarðstönglum. Jurtin safnar forða í jarðstöngla yfir sumarið, en það gerir henni kleift að mynda blóm og blöð snemma næsta vors.
Lýsing
Grunnblöðin á löngum, gildum, lóhærðum blaðstilkum. Blöðkur hóflaga, nýrlaga eða hjartalaga, óreglulega tenntar, 5-20 sm í þvermál, hárlaus á efra borði en hvítlóhærð á neðra borði.Blómkörfurnar endastæðar, yfirleitt bara ein á hverjum stöngli, hver karfa 2-3 sm í þvermál. Geislinn gulur með mörgum, afar mjóum tungukrónum (hver um ½-1mm í þm). Hvirfilblómin gul, pípukrýnd, með fimmtenntri, 3 mm breiðri krónu. Fræflar 5, samgrónir í hring um stílinn, sem hefur klofið fræni. Reifablöð körfunnar græn til jaðranna, en brúnfjólubláleit í oddinn og við miðtaugarnar í einföldum, aðlægum kransi,. Blómgast í apríl-maí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekktur á þéttblöðóttum stönglum og stórum, grófstilkuðum blöðum sem minna á lítinn rabbarbara.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Seyði at blöðum (tvær teskeiðar í pela af vatni) var fyrrum notað við slæmum hósta (tussilago er dregið af tussis, hósti). Ekki skal drukkið meir en tveir bollar á dag, þarf að vera vel sætt. Því hefur verið haldið fram, að í plöntunni sé efni, sem getur valdið krabbameini. Smyrsl af blöðum er mjög græðandi. Í Noregi voru blöðin lögð á nárahaul.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Nokkuð algengur í nágrenni Reykjavíkur og er víða á suðurlandi, annars staðar sjaldgæfur eða ófundinn.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Azerbaijan, Kanada, Færeyjar, Mexíkó, Nýja Sjálannd, Turkmenistan, N Ameríka.