Urtica dioica

Ættkvísl
Urtica
Nafn
dioica
Íslenskt nafn
Brenninetla (Stórnetla, Tvíbýlisnetla)
Ætt
Urticaceae (Netluætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex sem slæðingur í grennd við hús og bæi. Fremur sjaldgæf.
Blómalitur
Grænn
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.40-1.20 m
Vaxtarlag
Stönglar ferstrendir meira eða minna uppréttir, þéttblöðóttir, 40-120 sm á hæð. Blaðstilkar og blómskipanir alsett sérstökum, grófum brennihárum, hárin 1-2 mm á lengd, hvert hár á litlum fæti.
Lýsing
Blöðin dökkgræn, gagnstæð, stilkuð, 5-10 sm á lengd og 1,5-6 sm á breidd. Blaðkan gróftennt, hjartalaga eða egglaga, langydd með gisstæðum brennihárum. Blómin einkynja, örsmá, í samsettum, hnúskóttum blómskipunum úr blaðöxlunum. Blómhlífarblöðin fjögur, um 1 mm á lengd, grágræn. Sambýli, fjórir fræflar í karlblómunum, en ein fræva í kvenblómunum. Blómgast í júlí. 2n=52.LÍK/LÍKAR: Smánetla. Smánetlan er mun minni, með tvíkynja blóm og því að ljósgrænni mun minni og kringlóttari blöð með mun grófari og útstæðari tönnum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Hefur verið ræktuð víða a.m.k. síðan 1890 en líklega miklu lengur, og verið flutt á milli staða, vex víða sem eftirlega en dreifist ekki mikið.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Evrópa, N og S Ameríka, Kína, Íran, Líbanon, Mexíkó, Nýja Sjáland, Pakistan, Rússland, S Afríka, Turkmenistan, Úkraína, Uzbekistan og víðar.