Urtica urens

Ættkvísl
Urtica
Nafn
urens
Íslenskt nafn
Smánetla
Ætt
Urticaceae
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Ílendur slæðingur sem vex einkum í nágrenni við byggð og í fjörum.
Blómalitur
Grænn
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Einær jurt. Stönglar uppréttir, sljóferstrendir, blöðóttir, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin sporbaugótt eða oddbaugótt, grófsagtennt, ljósgræn. Blómin tvíkynja, blómhnoðin eru 2 og 2 saman í blaðöxlum, styttri en blaðstilkurinn. Blómgast í júlí. 2n=26.Lík/líkar. Brenninetla. Auðgreind frá henni á því að hún er mun minni, á tvíkynja blómum og því að blöðin eru ljósgrænni, mun minni og kringlóttari, en þó með ennþá grófari og útstæðari tönnum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Hefur fundist allvíða um landið á ýmsum tímum, mest við suðvesturströndina. Vex einkum í fjörum og matjurtagörðum. Engir fundir eru þekktir á Suðausturlandi frá Eyjafjöllum að Reyðarfirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Azerbaijan, Kanada, Chile, Bólivía, Brasilía, Kólumbía, Kúba, Evrópa, Equador, Falklandseyjar, Grænland, Indónesia, Íran, Ísrael, Líbanon, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Perú, Trinidad and Tobago, Úkraína, N Ameríka o.v.