Valeriana sambucifolia

Ættkvísl
Valeriana
Nafn
sambucifolia
Ssp./var
ssp. procurrens
Höfundur undirteg.
(Wallr.) Á. Löve
Íslenskt nafn
Hagabrúða
Ætt
Valerianaceae (Garðabrúðuætt)
Samheiti
Valeriana excelsa auct. Valeriana murmanica N.I.Orlova Valeriana pleijelii Kreyer Valeriana officinalis subsp. sambucifolia (J. C. Mikan ex Pohl) Hayw.
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Hvítur með rauðri slikju
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20-0.50 m
Vaxtarlag
Uppréttir stönglar með ofanjarðarrenglum, 20-50 sm á hæð.
Lýsing
Neðri blöðin fjaðurskipt með 2-5 smáblaðapörum, hliðarbleðlarnir töluvert minni en endableðillinn. Bleðlar gróftenntir, stutthærðir eða hárlausir á neðra borði. Krónblöin hvít með rauðri slikju, um 5 mm á lengd. Aldinin hárlaus, um 5 mm á lengd. 2n=56.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Vex allvíða á Suðurlandi frá sunnanverðum Reykjanesskaga, um Fljótshlíð og Eyjafjöll og hefur fundist á nokkrum stöðum í Skaftafellssýslum allt austur í Hornafjörð. Þar sem aðgreining garðabrúðu og hagabrúðu er oft óljós, er ekki alltaf ljóst um hvora tegundina er að ræða á hverjum stað.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Austurríki, Tékkland, Skandinavía, Pólland, Rússland, Stóra Bretland, N Ameríka.