Veronica alpina

Ættkvísl
Veronica
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjalladepla
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Veronica pumila All.
Lífsform
Fjölær jurt (eiginlega sígræn)
Kjörlendi
Vex í rökum jarðvegi einkum við læki og dý til fjalla, í snjódældum, skriðum og lækjardrögum.
Blómalitur
Dökkblár
Blómgunartími
Júní-júlí (ágúst)
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Uppréttir eða uppsveigðir, hárlausir eða gishærðir, blöðóttir, ógreindir stönglar, 5-20 sm á hæð. Yfirleitt nokkrir sprotar saman af sama jarðstöngli.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, stilklaus eða stilkstutt, oddbaugótt eða öfugegglaga, randhærð neðan til, ofurlítið sljótennt. Blómin dökkblá, fremur smá, leggstutt, í stuttum klasa á stöngulenda, 3-5 mm í þm. Krónublöðin misstór. Bikarblöðin dökk-blágræn eða svarblá, með grófum, hvítum randhárum. Fræflar tveir, ein fræva með einum stíl. Aldin 4-6 mm á lengd, oftast hárlaus, sýld í endann og með örstuttum (1 mm) stílum. Blómgast í júní-júlí. 2n=18.LÍK/LÍKAR: Maríuvendlingur. Hann er þó auðþekktur frá fjalladeplu á því, að hann er alveg hárlaus.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng til fjalla, en vantar oft á láglendi (t.d. á Suðurlandi). Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka.