Veronica anagallis-aquatica

Ættkvísl
Veronica
Nafn
anagallis-aquatica
Íslenskt nafn
Laugadepla
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Veronica anagallidiformis BoreauVeronica anagallis auct.Veronica espadamae PauVeronica lysimachioides Boiss.Veronica maresii SennenVeronica minniana MerinoVeronica reyesana Pau & Merino
Lífsform
Fjölær jurt (eiginlega sígræn)
Kjörlendi
Vex við laugar og í volgum lækjum.
Blómalitur
Ljósfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.50 m
Vaxtarlag
Jurt, 10-50 sm á hæð. Stönglar oftast uppréttir og nær ferstrendir. Fljóta stundum í vatni.
Lýsing
Laufblöðin gagnstæð, stilklaus, nær hárlaus, heilrend eða með örsmáum tannörðum, egglaga eða breiðoddbaugótt, 2-8 sm á lengd.Blóm í gagnstæðum klösum úr blaðöxlum. Klasarnir langir, gisblóma eru með strjálum kirtilhárum, en annars eru stönglar og blöð hárlaus. Blómleggir með stuttum kirtilhárum, 3-6 mm á lengd. Blómin ljósfjólublá, 4-5 mm í þvermál. Krónan með fjórum misstórum krónublöðum. Bikarblöðin græn, breiðoddbaugótt, 2-3 mm á lengd. Tveir fræflar. Ein fræva með einum stíl, aldinið heldur styttra en bikarblöðin. Blómgast í júlí-ágúst.LÍK/LÍKAR: Auðgreind frá öðrum deplum á hárlausum og stórblöðóttum sprotum og gagnstæðum blómklösum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Reynsla
“Sé rótarduft af plöntunni tekið í nefið, styrkir það höfuð og sjón; seyði af plöntunni hreinsar gömul og ill sár, eins og segir í gömlum ritum.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, aðeins við jarðhita á fáeinum stöðum, mest á Suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Armenía, Ástralía, Evópa, Bólivía, Brasilía, Kanada, Chad, Chile, Kína, Honduras, Ísrael, Sikiley, Japan, Jórdan, Kenýa, Líbanon, Lesotho, Mexíkó, Nýja Sjáland, Perú, Azoreyjar, Saudi Arabía, Sýrland, Tanzania, Turkmenistan, N Ameríka.