Veronica chamaedrys

Ættkvísl
Veronica
Nafn
chamaedrys
Íslenskt nafn
Völudepla
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Lífsform
Fjölær jurt (eiginlega sígræn)
Kjörlendi
Innfluttur slæðingur, helst í grennd við byggð.
Blómalitur
Blár með dekkri æðum
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.50 m
Vaxtarlag
Stönglar hærðir, uppréttir, með stilklausum, gróftenntum, gagnstæðum blöðum, 10-50 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, egglaga, gróftennt, hærð, 1,5-3 sm á lengd, stilklaus eða með örstuttum stilk. Blómin blá með dökkum æðum, u.þ.b. 1 sm í þm. á 3-8 mm löngum, grönnum leggjum, allmörg saman í fremur gisnum klösum sem sitja í blaðöxlunum. Bikarblöðin græn, oddbaugótt eða lensulaga, 3-4 mm á lengd, hærð, oddmjó. Fræflar tveir. Ein loðin fræva með einum stíl. Hýðið styttra en bikarinn. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=32.LÍK/LÍKAR: Blómin líkjast steindeplu en auðgreind frá henni þar sem blöðin eru bæði stærri og mun gróftenntari.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf villt. Talin aðflutt með norskum hvalveiðimönnum, einnig ræktuð til skrauts og hefur ílenst á nokkrum stöðum t.d. í Önundarfirði og Norðfirði.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Andorra, Evrópa, Bali, Mexíkó, Nýja Sjáland, Madeira, Rússland, N Ameríka.