Veronica fruticans

Ættkvísl
Veronica
Nafn
fruticans
Íslenskt nafn
Steindepla
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Veronica saxatilis Scop. Veronica fruticulosa subsp. fruticans (Jacq.) Rouy Veronica fruticulosa subsp. saxatilis (Scop.) Arcangeli
Lífsform
Fjölær jurt (eiginlega sígræn)
Kjörlendi
Gilbrekkur, klettar, melar og mólendi, einkum móti sól.
Blómalitur
Fagurblár/hvít neðst m rauðu belti
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Jarðstönglar og neðstu hlutar stöngla dálítið trjákenndir. Stönglar blöðóttir með örstuttum hárum ofan til, 5-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin nokkuð þétt í sér, oddbaugótt eða langöfugegglaga, snubbótt, með örstuttum randhárum. Blómin stór, legglöng, fagurblá, útbreidd blóm um 10 mm í þvermál, blóm í blómfáum klasa á stöngulenda. Krónan sýnist í fljótu bragði lausblaða, en er samvaxin neðst, dettur af fullþroska blómum í heilu lagi. Krónublöðin fjögur, misstór, dökkblá, en hvít neðst við nöglina og með rauðu belti. Fræflar tveir með hvítum frjóknöppum. Ein fræva með einum stíl.Blómgast í júní.LÍK/LÍKAR: Fjalladepla. Steindeplan er með stærri og flatari krónu og þekkist einnig á rauða beltinu innst í blóminu ásamt minni og snoðnari blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng víðast hvar, virðist þó fátíðari sunnan- og vestanlands en fyrir norðan og austan. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Grænland, Mexíkó, Úkraína, N Ameríka.