Veronica persica

Ættkvísl
Veronica
Nafn
persica
Íslenskt nafn
Varmadepla
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Veronica buxbaumii Ten.Veronica byzantina (Sibth. & Sm.) Britton, Stern & Poggenb.Veronica diffusa Raf.Veronica meskhetica Kem.-Nath.Veronica precox Raf.Veronica tournefortii C.C.Gmel.
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex hér við jarðhita á stöku stað
Blómalitur
Ljósblár
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.05-0.25 m
Vaxtarlag
Stönglar greindir með sljósgrænum blöðum. Blómleggirnir lengri en blöðin. 5-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru kringluleit og gróftennt. Ber heiðblá blóm á löngum grönnum leggjum, krónan 8-10 mm í þvermál. Hýðið breitt með stóru skarði ofantil, kirtilhært og greinilega strengjótt. Blómgast í júlí. 2n=28
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf tegund, að uppruna slæðingur, sem hefur fundizt hér og hvar við jarðhita á Suður- og Suðvesturland og í Reykavík. Hún virðist heldur á undanhaldi og er horfin af sumum stöðum sem hún hafði áður lagt undir sig. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Azerbaijan, Bhutan, Bolivia, Braziía, Evrópa, Kína, Kanada, Kolombia, Costa Rica, Ecuador, Ethiopia, Indland, Jamaica, Japan, Líbanon, Mexico, Marocco, Nýja Sjáland, Nýja Gínea, Perú, Rússland, Taivan, N Ameríka.