Veronica serphyllifolia

Ættkvísl
Veronica
Nafn
serphyllifolia
Íslenskt nafn
Lækjadepla
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Veronica borealis Laest. ex Hook.f.Veronica tenella All.Veronica serpyllifolia subsp. nummularioides (Lecoq & Lamotte) DostálVeronica serpyllifolia var. nummularioides Lecoq & Lamotte
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í raklendi, helst við laugar, meðfram lækjum, í skurðum og í deigu graslendi.
Blómalitur
Ljósblá með dekkri æðum
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Rótskeyttir, uppsveigðir, gisblöðóttir, hárlausir stönglar, greinóttir nema ofan til, 10-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, stuttstilkuð eða stilklaus, sporbaugótt til egglensulaga, ógreinilega tennt eða nær heilrend, oftast hárlaus. Blómkrónan ljósblá eða bláhvít, með dökkbláum æðum. Blóm í löngum, gisnum klösum, hvert um 3-5 mm í þm. Bikarblöðin græn, nær hárlaus, snubbótt. Fræflar tveir. Ein fræva með einum stíl sem verður að öfughjartalaga aldini.Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Engar, er auðgreind frá öðrum deplum á sínum ljósbláu, nær hvítu blómum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um landið nema mjög sjaldgæf á Suðausturlandi frá Mýrdalssandi að Berufirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Mjög útbreidd á heimsvísu - Evrópa, Asía, N & S Ameríka, Afríka, Ástralía og Nýja Sjáland