Viscaria alpina

Ættkvísl
Viscaria
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Ljósberi
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Silene suecica (Lodd.) Greut. & Burd.; Lycnhis alpina L., non Silene alpina Gray Steris alpina (L.) Sourková Lychnis suecica Lodd. ? basionym Lychnis alpina L. forma albiflora (Lange) Fernald Lychnis alpina L. subsp. americana (Fernald) Feilberg Agrostemma alpina (L.) Forbes Steris americana (Fernald) Ikonn. Viscaria alpina (L.) G.Don Viscaria alpina (L.) G.Don var. americana Fernald Viscaria alpina (L.) G.Don forma albiflora Lange Viscaria americana (Fernald) Buchenau
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, holtum, í klettum, þurrum grasbölum, brekkum og flögum.
Blómalitur
Purpurarauður
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Fjölær planta 5-15 sm á hæð. Stönglar uppréttir, blómstöngullinn öllu jafna einn, rauðleitur og standa blómin í þéttum hnapp á stöngulendanum. Gagnstæð, aflöng stöngulblöð, rauðmenguð.
Lýsing
Blöðin hárlaus, lensulaga?striklaga, odddregin, ýmist rauð eða græn. Blómin purpurarauð, ilmandi, mörg saman í þéttum hnapp á stöngulendum. Blómin um 1 sm á lengd, fimmdeild,. Krónublöðin klofin að miðju í tvo flipa, 1,5-2 sm í þvermál. Bikarinn samblaða, klukkulaga, með snubbóttum sepum, rauður eins og stoðblöð blómanna. Fræflar 10, ein fræva með 5 stílum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Munkahetta (Lychnis flos-cuculi) er skyld ljósbera en miklu stærri (20-60 sm), hefur færri og mun stærri blóm, krónublöðin djúpt fjórflipuð. Munkahettan er allvíða í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, annars sjaldgæf.
Heimildir
1,2,3,GRIN, HKr
Reynsla
Nöfnin ilmjurt og ununarjurt eru til komin vegna anganar blóma. Önnur nöfn eru: Píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallaljós. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, N Ameríka, Evrópa