Woodsia ilvensis

Ættkvísl
Woodsia
Nafn
ilvensis
Íslenskt nafn
Liðfætla
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Nephrodium rufidulum Michx.; Polypodium arvonicum With.; Polypodium ilvense (L.) Sw.; Woodsia rufidula (Michx.) Beck; Woodsia hyperborea subsp. ilvensis (L.) Hook.f.; Woodsia ilvensis subsp. arvonica (With.) Milde; Woodsia ilvensis subsp. rufidula (Michx.) Asch., Woodsia hyperborea var. rufidula (Michx.) Milde;
Lífsform
Fjölær burkni, gróplanta
Kjörlendi
Vex í klettum og urðum. Hraungjótur og klettaskorur.
Hæð
0.06-0.15 m
Vaxtarlag
Lítil jurt með löngum, rauðbrúnum blaðstilk. Miðstrengur blaðsins alsettur mjóu hreistri. Blöðkurnar vaxa upp af samanreknum, láréttum jarðstöngli, 6-15 sm langar, fjaðraðar.
Lýsing
Blöðin þykk og mjúk og fliparnir miklu lengri en þeir eru breiðir, harðir og hreistraðir á efra borði. Smáblöðin fjaðursepótt eða fjaðurskipt, 0,5-1,5 sm á lengd, neðra borð þeirra alsett aflöngum, smáum himnubleðlum og hárum, einkum á æðastrengjum. Gróblettir eru í tveim röðum; gróhulur klofnar nærri til grunna í mjóa flipa sem enda í löngum hárum. Efra borð blaðanna einnig með fáeinum hárum og blaðstilkurinn er bæði hærður og flosugur. 2n=82.LÍK/LÍKAR: Fjallaliðfætla. Liðfætlan er nokkuð auðþekkt frá þeim á háralaginu.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http//www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004228
Útbreiðsla
Allvíða á Vesturlandi og Vestfjörðum sunnanverðum, Suðurlandi og Austfjörðum. Sjaldgæf á Norðurlandi og Fljótsdalshéraði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, N Evrasía