Abies grandis

Ættkvísl
Abies
Nafn
grandis
Íslenskt nafn
Stórþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Hæð
5-10 m
Vaxtarhraði
Strandþinur er talinn hraðvaxta í heimkynnum sínum.
Vaxtarlag
Krónan mjó-keilulaga. Niðursveiðgar greinar. Börkur á gömlum trjám grábrúnn, smáhreistraður með djúpum sprungum.
Lýsing
Tré, 30-50 m hátt í heimkynnum sínum. Ársprotar eru ólífugrænir, hárlausir eða með fíngerð og stutt hár. Brumin eru egglaga til stutt sívöl og með kvoðu. Barrnálar skiptast, eru láréttar, mynda hvasst horn við greinina, þær eru styttri ofan á greinunum en neðan, 3,5-6 sm langar, 2,5-3 mm breiðar, bognar í endann, glansandi, skærgrænar á efra borði, með gróp. Að neðan eru barrnálarnar með 2 loftaugarendur, hvor úr 7-10 loftaugaröðum, lykta mikið ef þau eru núin. Könglar mjókka ögn til endanna, eru 6-12 sm langir, 3-4 sm breiðir. Ungir könglar eru gulbrúnir. Köngulhreistur 2,5-3 sm breið, heilrend, hreisturblöðkur mjög smáar, sjást ekki.
Uppruni
N Ameríka, nokkuð algeng.
Harka
6
Heimildir
1,2,9, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
Fjölgun
Sáning (forkæla fræ í um mánuð), vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar og sem jólatré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1991, gróðursett í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007, kelur dálítið sum ár.
Yrki og undirteg.
'Aurea', 'Compacta', 'Pendula' ofl. í ræktun erlendis en þessi yrki eru lítt eða ekki reynd hérlendis.Abies grandis v. idahoensis Silba. Lægri og minni á flesta kanta en aðaltegundin. Heimkynni: NV Ameríka (inn til landsins í BC, A Washington - Idaho). Ekki reyndur enn sem komið er. (z6, heimild 1).