Abies lasiocarpa

Ættkvísl
Abies
Nafn
lasiocarpa
Íslenskt nafn
Fjallaþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
A. subalpina Engelm.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skuggi, skjól.
Blómalitur
♂ blóm gulbrún, ♀ blóm dökkfjólublá.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
6-15 m
Vaxtarhraði
Hægur sérstaklega framan af ævi.
Vaxtarlag
Krónan er mjó-keilulaga til næstum súlulaga. Útstæðar, næstum láréttar eða lítið eitt niðursveiðar greinar. Allt tréð ilmandi.
Lýsing
Tré allt að 30 m stundum allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum. Ungur börkur er sléttur, silfurgrár, að lokum grár eða grábrúnn, rifinn. Ársprotar öskugráir, stutthærðir, sjaldan hárlausir. Brum eru smá, egglaga, ljósbrún, mjög kvoðug. Barrnálar burstalaga, beinast fram á við eða eru óreglulega skipt, strjál, oft mjög framstæðar, 25-40 mm langar og 1,5 mm breiðar, bogadregnar eða yddar, stundum framjaðraðar, að ofan eru þær ljósblágrænar með gróp og með 2 loftaugarendur eftir endilöngu hvor úr 5-6 röðum (eina fárra tegunda með loftaugarendur eftir endilöngu á efraborðinu!!). Könglar eru sívalir, uppréttir, nokkrir saman, 6-10 sm langir, flatir eða dældaðir að ofan. Ungir könglar dökkpurpura, brúnir fullþroska, köngulhreistur 20-25 mm breið, hreistur blöðkur sjást ekki.&
Uppruni
Fjallgarðar N Ameríku allt N til SA Alaska.
Harka
5
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Vetrargræðlingar, sáning (forkæling 1-2 mán. í kulda og raka).
Notkun/nytjar
Plantað í þyrpingar, beð eða notað sem jólatré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein sem sáð var 1999 (fræ frá Morden Station Exp Agr) og gróðursett í beð 2004. Kelur sum árin dálítið, einkum allra fyrstu æviárin.Telst meðalharðger, vex sem runni við erfiðar aðstæður. Skýla þarf ungplöntum. Eina þintegundin sem reynd hefur verið að einhverju gagni í skógrækt hérlendis. Hefur reynst vel í Hallormsstað en þar má líta 12-15 m há tré sem komu frá Noregi 1937. Þolir vel snjóþyngsli. Vex upp í 3500 m hæð í Klettafjöllunum. Þolir illa umhleypinga
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun í N - Ameríku s.s. 'Compacta' lágaxið, þétt yrki sem er í uppeldi í garðinum, 'Glauca Compacta', lágvaxið með silfurlitar nálar og 'Nana', lágvaxið o.fl.
Útbreiðsla
Reynslan af þessari ágætu ilmandi þintegund í Þýskalandi er mjög breytileg. Kemur aðeins til greina sem garðtré á köldum svæðum þar sem loftraki er hár. Hefur mikið viðnám við snjófargi.