Abies lasiocarpa

Ættkvísl
Abies
Nafn
lasiocarpa
Ssp./var
v. arizonica
Höfundur undirteg.
(Merriam) A. Murr.
Íslenskt nafn
Fjallaþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
A. arzonica Merriam
Lífsform
Sígrænt tré
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
5-15 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta
Vaxtarlag
Króna mjókeilulaga til súlulaga.
Lýsing
Meðalhátt eða lítið tré, sem er aðgreint frá aðalgerðinni á þykkum, korkkenndum, teygjanlegum berki. Ungar greinar eru hárlausar eða hærðar, gulbrúnar. Barr allt að 45 mm langt, meira kambskipt, oftar bogið á greinaendunum, blágrænna ofan, að neðan bláhvít með 2 hvítar loftaugarendur. Könglar eru um 5 sm langir og 2 sm breiðir. Köngulhreistur eru miklu breiðari en lengd þeirra, hreisturblaðka nær dálítið fram á miðju hreistri.
Uppruni
Arizona í fjöllum í 1200-2600 m hæð yfir sjó.
Harka
z5
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, forkæla fræin í 1-2 mán. Vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Notuð í beð, sem stakstæð tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein mjög falleg gömul planta, sem hefur ekkert kalið.
Yrki og undirteg.
Abies lasiocarpa ssp. arizonica 'Argentea' með silfurhvítar nálar.