Abies lasiocarpa

Ættkvísl
Abies
Nafn
lasiocarpa
Yrki form
'Compacta'
Íslenskt nafn
Fjallaþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
A. arizonica compacta Grooten.; A. arizonica glauca compacta Hort.
Lífsform
Sígrænn runni eða dvergvaxið tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn kúlulaga runni sem getur orðið allt að 2 m á hæð.
Lýsing
Breiðkeilulaga dvergform, greinar mjög þéttar og vita upp á við. Brum allt að 3 saman, gullbrún. Barr mjög fallega silfurblátt, þétt, uppstætt og veit dálítið fram á við, er bogið, 15-25 mm langt, 1-1,5 mm breitt, með greinilegar hvítar loftaugarendur á neðra borði.
Uppruni
Yrki
Heimildir
7
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1995, gróðursett í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007. Kól lítið eitt allra fyrstu árin, annars ekkert.