Abies procera

Ættkvísl
Abies
Nafn
procera
Íslenskt nafn
Eðalþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
Abies nobilis
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
♂ blóm gulbrún, ♀ blóm dökk.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
7-15m (-60m)
Vaxtarlag
Beinvaxið með grannri og keilulaga krónu, reglulegur vöxtur, greinar útstæðar, láréttar, kransstæðar.
Lýsing
Árssprotar þaktir ryðbrúnum hárum, gulir í fyrstu síðar purpurabrúnir, börkur í fyrstu gráleitur og sléttur með harpixblöðrum á ungum trjám. Barr bandlaga, 2,5-3,5 cm x 1,5-1,8 mm, snubbótt, dökkblágrænt með varaopsrákir bæði á efra og neðra borði, þéttstætt og þekur alveg árssprotana að ofanverðu, þétt aðlægt við grunninn og veit upp og fram á við, skiptast ögn neðan á sprotunum og þar eru nálar útstæðar. Gulbrún karlblóm og dökk kvenblóm, könglar uppréttir á 2 ára greinum, 14-25 cm að lengd, sívalir, með þeim stærstu hjá ættkvíslinni, gulgrænir í fyrstu en verða purpurabrúnir fullþroskaðir, köngulhreistur mjög áberandi utan á könglinum, stoðblöð ydd, löng, ljósgræn og niðursveigð. Brum hnattlaga mjó, útstæð 15-35mm.
Uppruni
NV N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1,9
Fjölgun
Með fræi (forkæla fræið í 1 mánuð fyrir sánngu), vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Skógartré í góðu skjóli, beð, stakstæð og sem jólatré.
Reynsla
Í uppeldi í garðinum og lítt reynd enn sem komið er. Þolir vel klippingu.
Yrki og undirteg.
Abies procera 'Glauca' blár eðalþinur er til í Reykjavík með bláhvítar til silfurgráar barrnálar og útbreiddara vaxtarlaga (fjölgað með ágræðslu).