Abies sachalinensis

Ættkvísl
Abies
Nafn
sachalinensis
Íslenskt nafn
Eyjaþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
A. veitchii v. sachalinensis Schmidt
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Hæð
5-15 m
Vaxtarlag
Beinvaxið tré, keilulaga króna. Börkur sléttur, ljósgrár.
Lýsing
Tré allt að 40 m há í heimkynnum sínum. Börkur er sléttur og gráhvítur. Ársprotarnir dálítið rákóttir, gráir, hærðir í grópunum. Brum smá, næstum kúlulaga, bláleit, kvoðug. Barrnálar líkar og á A. veitchii en aðeins u.þ.b. 1,5 mm breiðar, en allt að 4 sm langar, glansandi ofan, skærgrænar, að neðan eru þær með 2 fremur mjóar loftaugarendur hvor úr 7-8 röðum af loftaugum, bogadregnar eða framjaðraðar í oddinn. Könglar sívalir, 7- 8 sm langar u.þ.b. 3 sm breiðir; ólífugrænir ungir, fullþroska eru þeir svart-brúnir til blásvartir. Köngulhreistur heilrend, þétthærð á bakhlið, hreisturblöðkur standa út úr könglinum og sveigjast aftur á við.
Uppruni
N Japan, Sakalíneyja, Kúríleyjar.
Harka
5
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning (forkæla fræ í um mánuð), vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, jólatré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var 1985. Hún kól af og til framan af, en ekkert síðan 2001. Auk þess eru til tvær plöntur sem sáð var til 1994. Þær kala ekkert en vaxa hægt.
Útbreiðsla
Þrífst best í röku loftslagi.