Abies sibirica

Ættkvísl
Abies
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíuþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
A. pichta Forbes, A. semenovii Fedtsch.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Hálfskuggi, sól, skjól.
Blómalitur
♂ blóm gulbrún, ♀ blóm dökkleit.
Hæð
10-15 m
Vaxtarlag
Króna keilulaga, börkur grár og sléttur, en með fjölda af kvoðubólum.
Lýsing
Tré allt að 30 m há í heimkynnum sínum. Ársprotar gráir, fínhærðir og eru sömuleiðis með fjölmargar, smáar kvoðubólur. Brum smá, kúlulaga, kvoðug. Barrnálar þétt saman ofan á greinunum og vita fram á við, bandlaga, fíngerðar og eru láréttar á neðra borði greina og lengri en nálarnar sem eru á efra borðinu. Þær síðar nefndu eru 30-40 mm langar, þær fyrrnefndu aðeins 10-15 mm langar. Allar nálarnar ilma mikið, eru u.þ.b. 1 mm breiðar, alveg flatar, með rák ofan, bogadregnar í oddinn eða tvíyddar og með 2-3 stuttar loftaugarendur, að neðan eru þær með 2 gráar loftaugarendur. Karlblóm gulbrún, kvenblóm dökkleit. Könglar sívalir, legglausir, 5-8 sm langir, ungir könglar eru bláleitir, fullþroska eru þeir brúnir. Köngulhreistur eru um 1,5 sm með smátennta jaðra, breiðkeilulaga, köngulblöðkurnar ná ekki út úr könglinum.
Uppruni
N-Sovétríkin gömlu til Kamtschatka suður til Mandsjúria og Turkestan.
Harka
1
Heimildir
1,2,7, 9
Fjölgun
Sáning, fræ forkælt í 1-2 mánuði í kulda og raka, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1992. Kól mjög framan af en ekki síðan 1999. Önnur planta er til sem sáð var 1994. Kelur ekkert enda notið vetrarskýlingar eftir að hún var gróðursett í beð 2001 og til 2007. Mjög falleg núna (2011).
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru ræktuð erlendis t.d. í Kanada þar sem þau eru lofuð fyrir frostþol. Má t.d. nefna 'Glauca' og 'Compacta', 'Alba', 'Variegata' og 'Monstrosa'. Þessi yrki lítt reynd hérlendis.Abies sibirica ssp. semenovii (B. Fedtsch.) Farjon. með gulbrúna árssprota, brum lítt kvoðug og könglar með breiðari köngulhreistrum. Heimkynni Tienshan fjöll í Rússlandi / Kína, lítt eða ekki reynd hérlendis, en ætti að reyna.
Útbreiðsla
Þrífst best í röku svölu loftslagi, er hætt við skemmdum í síðbúnum vorfrostum.