Acaena caesiglauca

Ættkvísl
Acaena
Nafn
caesiglauca
Íslenskt nafn
Bláþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Brúnn, bronslitur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Renglóttur fjölæringur. Laufin allt að 10 sm, 7-11-smálaufa. Axlablöð heilrend eða gaffalgreind, smálaufin breið-öfugegglaga, allt að 12 x 8 mm, bláleit, dúnhærð, hrukkott ofan, með 7-10 tennur, tennurnar eins og pensill í laginu, oftast rauðar.
Lýsing
Blómin 50-70 í kolli, allt að 2 sm í þvermál. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar hvítir, stíll 1, hvít-bleikur. Aldin ein öfugkeilulaga hneta, 4 x 2 mm, þétt-dúnhærð, þyrnar 4, með brodda allt að 7,5 mm, rauðbrún.
Uppruni
Nýja Sjáland (suðureyjan).
Harka
6
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/78798/#b
Fjölgun
Skipting, sáning (sáir sér allnokkuð), græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, sem þekjugróður.
Reynsla
Harðgerð tegund, breiðist hóflega hratt út, greinar tréna fljótt. Ekki í Lystigarðinum 2015.