Acaena glabra

Ættkvísl
Acaena
Nafn
glabra
Íslenskt nafn
Gljáþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Runnkennd, fjölær planta, sígræn.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauður, bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Skriðul, fjölær, runnkennd, fjölær planta, trékennd neðst, allt að 10 sm. Layf allt að 7 sm, með 9-13 smálauf, hárlaus. Axlablöð heilrend eða 3-5-klofin. Smálauf allt að 11 x 7 mm, öfugegglaga, skærgræn og gljáandi ofan, verða bláleitir neðan, með 7-9 tennur, tennurnar djúpskertar, oft rauðar.
Lýsing
Blómin í allt að 100 blóma kolli og kollurinn allt að 1,5 sm í þvermál. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar oftast hvítir, sjaldan rauðir, stíll 1, hvítur. Aldin ein öfughyrnulaga hneta, 5 x 4 mm, hárlaus, þyrnar 2, ekki með gadd, umlukt af vængjum.
Uppruni
Nýja Sjáland (suðureyjan).
Harka
6
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/83387/#b, m.nzpcn.org.nz/flora-details.aspx?Id=1441
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, sem þekjugróður. Þurrkþolin planta.
Reynsla
Fremur viðkvæm tegegund sem hefur reynst þokkalega á Akureyri (H.Sig.). Ekki í Lystigarðinum 2015.