Acaena inermis

Ættkvísl
Acaena
Nafn
inermis
Íslenskt nafn
Móðuþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ólífu- eða brúngrænn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Fjölær planta með jarðstöngla, allt að 6 sm. Laufin allt að 7 sm, með 11-15 smálauf. Axlablöð bandlaga, heilrend. Smálauf allt að 7 x 7 mm, breið-öfugegglaga eða kringlótt-framjöðruð, matt grá-bláleit, purpura-brún eða föl-ólífulit, æðastrengir og jaðrar dúnhærðir neðan, með 5-12 tennur, tennurnar snubbóttar.
Lýsing
Blómin allt að 20 í 2,5 sm breiðum kolli. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar hvítir, stíllar 2, hvítir. Aldin 2 öfugkeilulaga hnetur, 2 x 2 mm, lítillega dúnhærð. Þyrnar 1-4, stinnir, rauðir, allt að 13 mm ekki með gadda eða dúnhærðir í oddinn, eða 4 bogadregnar þyrnalausar axlir.
Uppruni
Nýja Sjáland (suðureyjan).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem þekja, í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.