Acaena lucida

Ættkvísl
Acaena
Nafn
lucida
Íslenskt nafn
Smáþyrnilauf*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Mógrænn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar allt að 20 sm, skriðulir eða uppsveigðir, mjög greinótt. Greinar uppsveigðar til hálfuppréttar. Laufin allt að 4 x 1 sm, með 11-21 smálauf. Axlablöð 1 mm, smálauf aflöng til oddbaugótt eða egglaga-oddbaugótt, allt að 4 x 2 mm, heilrend eða 2-3 skipt, hvassydd, grnnur fleyglaga, með löng hár eða silkihærð, laufleggur allt að 2 mm.
Lýsing
Blómin í endastæðum kolli allt að 1 sm í þvermál, blómskipunarleggur allt að 10 sm, bikarblöð 4-5, 1 mm. Fræflar 2-3, frjóhnappar purpura, frænið óreglulegt í laginu. Aldin egglaga eða oddvala, allt að 4 mm, hárlaus eða lítið eitt langhært, þyrnar úrkynjaðir, lítt áberandi.
Uppruni
V Argentína, A Chile, Falklandseyjar.
Harka
6
Heimildir
= 1, http://fr.hortipedia.com/wiki/Acaena-lucida,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem þekjuplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2010 og gróðusett í beð 2011, þrífst vel.