Acaena magellanica

Ættkvísl
Acaena
Nafn
magellanica
Íslenskt nafn
Rósaþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Acaena glaucophylla
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með ofanjarðarrenglur, allt að 15 sm. Lauf allt að 15 sm, með 11-17 smálauf. Axlablöð heilrend eða engin. Smálauf öfugegglaga eða aflöng, allt að 20 x 12 mm, grágræn og hárlaus eða ögn dúnhærð ofan, langhærð og verða bláleit á neðra borði, með 9 -14 tennur, tennurnar með brúnrauða slikju.
Lýsing
Blómin í 80-100 blóma kollum, sem eru allt að 3 sm í þvermál. Bikarblöð 4-5, fræflar 2-5, frjóhnappar dökkrauðir, stíll 1, dökkrauður. Aldinið öfugkeilulaga hneta, 5 mm, hárlaus eða langhærð í toppinn, með breið rif, þyrnar 4, með brodda, allt að 8 mm, rauðir. Smáþyrnar stundum til staðar.
Uppruni
S S-Ameríka, eyjar í Suður Íshafinu.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.chileflora.com/.... ,
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð en nokkuð frek. Ekki í Lystigarðinum 2015.