Acaena ovalifolia

Ættkvísl
Acaena
Nafn
ovalifolia
Íslenskt nafn
Eggþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær hálfrunni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 80 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 80 sm, jarðlægir eða uppsveigðir. Greina uppsveigðar eða uppréttar, silkihærðar. Lauf allt að 6 x 3,5 sm, með 5-9 smálaufum. Axlablöð 5 mm, smálauf aflöng til oddbaugótt eða öfugegglaga-aflöng, allt að 2,5 x 1,5 sm, sljóydd eða snubbótt, fleyglaga til þverstýfð við grunninn, sagtennt-tennt, dúnhærð neðan, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð á æðastrengjunum á efra borði, laufleggur allt að 4 sm, dúnhærður.
Lýsing
Blómin í hnöttóttri, endastæðri blómskipun, allt að 4 sm í þvermál, blómskipunarleggir allt að 8 sm, silkihærðir. Bikarblöð 4-5, 1,5 sm, fræflar 2-3, frjóhnappar purpura. Fræni föl gul. Aldin öfugkeilulaga, allt að 3,5 mm, stinn hvítdúnhærð, þyrnar 2-3, allt að 14 mm, hárlaus.
Uppruni
S Ameríka, Falklands eyjar.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem þekjuplanta, í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.