Acaena saccaticupula

Ættkvísl
Acaena
Nafn
saccaticupula
Íslenskt nafn
Glitþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Hæð
-25 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með ofanjarðarrenglur, allt að 25 sm hár. Lauf allt að 13 x 2 sm, með 9-15 smálauf. Axlablöð heilrend, kirtil-dúnhærð á slíðurjöðrum. Smálauf öfugegglaga eða skakktígullaga, allt að 10 x 8 mm, bláleit, æðastrengir og jaðrar á neðra borði hárlaus eða lítið eitt dúnhærð, með 5-8 tennur, tennur snubbóttar, djúpskertar.
Lýsing
Blóm í 80-100 blóma, kúlulaga kollum, allt að 1,5 sm í þvermál. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar dökkrauðir, stíll 1, dökkrauður. Aldin ein öfugkeilulaga hneta, allt að 3 x 2 mm, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð, með rif sem breikka út, þyrnar 4, með brodda, allt að 4 mm, rauð, smáþyrnar stundum til staðar. Stundum ranglega nefnd A. 'Blue Haze'.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir,
Reynsla
Harðgerð og ein allra fallegasta tegundin af þessari ættkvísl. Í Lystigarðinum er til ein planta undir nafni, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992.