Acer campestre

Ættkvísl
Acer
Nafn
campestre
Íslenskt nafn
Hagahlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Lífsform
Lauffellandi stór runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Vor (maí).
Hæð
5-8 m .
Vaxtarlag
Tré allt að 25 m hátt í heimkynnum sínum og allt að 12 m í ræktun erlendis. Börkurinn er grár, ögn sprunginn. Greinar brúngráar, stundum kork-gáróttar eða dúnhærðar. Krónan hvelfd.
Lýsing
Brum smá, grænleit. Lauf 8 × 10 sm, 3-5 flipótt, grunnur hjartalaga, mattgræn á efra borði, dúnhærð neðan, flipar snubbóttir, heilrendir eða flipóttir. Blómskipunin hálfsveipur með 9-20 blóm. Blómin gulgræn, bikar- og krónublöð ögn hærð, eggleg hærð. Aldin allt að 3 sm, hnotir flatar, hærðar eða hárlausar. Vængur láréttir.
Uppruni
Evrópa, V Asía.
Harka
4
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ í tvívængjuðum, hárlausum hnotum.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2000 og önnur var gróðursett í beð 2004, hin er í sólreit 2012. Hefur verið ræktuð hérlendis en reynsla upp og ofan - aðallega fremur dapurleg. Þarf að fylgja eftir með klippingu sé ætlunin að forma í tré.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru í ræktun erlendis svo sem 'Pendulum', 'Poselense', 'Schwerinii', 'Pulverulentum', 'Zorgvlied'.