Acer caudatum

Ættkvísl
Acer
Nafn
caudatum
Ssp./var
ssp. ukurunduense
Höfundur undirteg.
(Trautvetter & Meyer) Murray
Íslenskt nafn
Kínahlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Samheiti
A. ukurunduense Trautvetter & Meyer
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól til dálítill skuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Síðla vors.
Hæð
- 6 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta tré.
Vaxtarlag
Lítið tré eða runni allt að 15 m hár í heimkynnum sínum, en allt að 6 m í ræktun erlendis. Ungar greinar appelsínugular-gráar til rauðar, dúnhærðar, seinna grágular.
Lýsing
Lauf djúp 5-flipótt stundum 7-flipóttur, fliparnir mjókka smám saman fram í oddinn, egglaga eða þríhyrnd.
Uppruni
NA Asía, Japan.
Harka
6
Heimildir
1,2, http://www.pfaf.org, http://www.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð. Lauf geta orðið föl eða gul vegna járnskorts í basískum jarðvegi. Hlynir eru ekki vandlátir á sýrustig jarðvegs. Þolir frost, allt að -23°C
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2005, er í sólreit 2012, lofar góðu.