Acer glabrum

Ættkvísl
Acer
Nafn
glabrum
Ssp./var
v. douglasii
Höfundur undirteg.
(Hook.) Wesm.
Íslenskt nafn
Gljáhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól
Blómalitur
Grænleitur
Blómgunartími
Síðla vors/snemmsumars
Hæð
4 - 6 m
Vaxtarlag
Kröftugur runni með uppréttar eða örlítið skástæðar greinar, árssprotar rauðir. Afbrigðið er heldur minna og fíngerðara en aðaltegundin, greinar stíft uppréttar og mjög grannar.
Lýsing
Laufin 3-flipótt, oft djúpflipótt, myndar 3 smálauf á kröftugum greinum. Jaðrar með tennur sem vita fram á við. Blómin græn.
Uppruni
Alaska - NV USA (Afbrigðið er útbreitt í skógum Suðaustur-Alaska og Bresku Kólumbíu, meðfram ströndum og á flóðasvæðum ánna).
Harka
5
Heimildir
1,2, http://en.wikipedia.org
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ eru í tvívængjuðum, hárlausum hnotum.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1992 og gróðursettar í beð 1999 og 2001. Hefur reynst þokkalega vel í garðinum, kelur örlítið en vex að öðru leyti án áfalla.