Acer glabrum

Ættkvísl
Acer
Nafn
glabrum
Íslenskt nafn
Gljáhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Síðla vors
Hæð
4 - 6 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré allt að 10 m hátt í heimkynnum sínum, en allt að 6 m í ræktun hérlendis. Börkurinn er rauðgrár. Greinar rauðbrúnar, næstum hárlausar.
Lýsing
Laufin eru með 3-5 flipa, allt að 12 sm breið, þunn, næstum hjartalaga til fleyglaga við grunninn, hárlaus, dökkgræn á efra borði, ljós-blágræn á því neðra, blaðstilkur grannur, rauður. Flipar hvassyddir eða odddregnir, jaðrar með grófar, tvöfaldar tennur, sem vita fram á við. Blómskipunin hálfsveipur með 7-11 blóm eða stundum að hluta klasi með 3-5 blóm. Skífa er við grunn fræfla eða innan um þá. Aldin um 2,5 sm, hnotir með æðar, vængir samsíða, haldast nær uppréttir eða sveigjast aðeins út til hliðanna, fallega bleikir að sumrinu en ljósbrúnir um haust. Blóm gulgræn. Aðallega sérbýli með karlkyns og kvenkyns blóm á sitt hvorri plöntunni. Haustlitur skærgulur.
Uppruni
Alaska - NV USA (Klettafjöll).
Harka
5
Heimildir
1, 2, http://en.wikipedia.org
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ í tvívængjuðum, hárlausum hnotum.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2007. Hefur reynst alveg þokkalega.