Acer mandschuricum

Ættkvísl
Acer
Nafn
mandschuricum
Íslenskt nafn
Roðahlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae).
Lífsform
Runni-tré
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Vor
Hæð
-10 m
Vaxtarlag
Tré eða runni allt að 10 m hár. Greinar grábrúnar, hárlausar. Brum dökk, skarast, hreistur í 14 til 15 pörum.
Lýsing
Lauf með 3 smálauf, hliðasmáblöðin minni og næstum legglaus. Smálaufin aflöng til aflöng-lensulaga, oddregin, dökkgræn á efra borði, blágræn á því neðra, miðtaugin dálítið hærð, jaðrar með tennur sem vita fram á við, laufleggurinn oftast lengri en stærsti flipinn. Blómskipunin endastæð og axlastæð, oftast 3-blóma, blómleggir hárlausir, sérbýli. Blóm 5 eða 6 skipt, gulgræn. Aldin allt að 3,5 sm, hnotir hárlausar. Vængir mætast í hvössu horni eða næstum réttu horni.
Uppruni
Kína, Kórea.
Harka
4
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ eru tvívængjaðar. hárlausar hnotir.
Notkun/nytjar
Sem takstæð tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1991. Hefur kalið ögn gegnum árin. Þrífst ágætlega í Lystigarðinum, kelur mismikið frá ári til árs. Skemmtileg andstæða er milli rauðra blaðstilka og dökkgrænna laufanna.