Acer negundo

Ættkvísl
Acer
Nafn
negundo
Ssp./var
ssp. interius
Höfundur undirteg.
(Britton) Á. Löve & D. Löve
Íslenskt nafn
Askhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
6-8 m
Vaxtarlag
Tré allt að 25 m hátt í heimkynnum sínum, oft með fleiri en einn stofn, krónan breið, útstæðar greinar.
Lýsing
Börkur grár, sléttur. Greinar hárlausar, grænar eða gráar, stundum bláleitar. Ungar greinar með stutta, ljósa hæringu, sjaldan næstum alveg hárlausar. Smálauf 3 með granna leggi, hárlaus að neðan eða hærð á miðtauginni.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel í Lystigarðinum, en hefur kalið mismikið gegnum árin.