Acer negundo

Ættkvísl
Acer
Nafn
negundo
Yrki form
Odessanum
Höf.
1890 H. Rothe
Íslenskt nafn
Askhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól- hálfskuggi
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
5-8 m
Vaxtarhraði
Vex um 30-50 sm á ári í Evrópu.
Vaxtarlag
Oft margstofna, lítið tré eða meðalstór runni, 5-8 m hár og 2-4 m breiður, lauffellandi. Laufin skínandi gullgul í sólskini, en aðeins græn í skugga.
Lýsing
Laufin gul, greinar með þétta, hvíta hæringu. Smálauf eins og á aðaltegundinni. Laufin gulgræn að sumrinu. Klofaldin. Stólparót.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
1, 7, http://www.eggert-baumschulen.de
Fjölgun
Ágræðsla.
Notkun/nytjar
Sem stakt tré. Vex helst þar sem jarðvegur er magur og blautur, en getur líka vaxið þar sem jarðvegur er þurr. Mjög harðgert yrki í Evrópu, en sjaldan gróðursett þar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001, er í sólreit 2012, lofar góðu.