Acer platanoides

Ættkvísl
Acer
Nafn
platanoides
Íslenskt nafn
Broddhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Lauffellandi tré/stór runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
5-6 m
Vaxtarlag
Tré, allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan þétt, egglaga.
Lýsing
Börkur dökkgrár, með fíngerðar sprungur, flagnar ekki, greinar hárlausar. Lauf með 5 flipa, 10-18 sm breið, fliparnir yddir og með strjálar tennur, skærgræn ofan, glansandi á neðra borði, í hornum æðastrengja eru hár. Haustlitir gulir. Blómin gulgræn í blómmörgum hálfsveipum, koma á undan laufunum. Blómin á rauðblaða formum oft rauðgul. Aldin hangandi, vængir næstum láréttir, 3-5 sm langir. Hnotin flöt.
Uppruni
N Evrópa til Kákasus.
Harka
3
Heimildir
1, 7, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Sáning strax eftir þroskun eða eftir að fræ hefur verið forkælt. Fræ í tvívængjuðum hárlausum hnotum
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í raðir. Auðvelt að flytja.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1991. Vex almennt þokkalega í LA en kelur töluvert (2). Líkur því á að tegundin og yrki verði fremur runnkennd í vexti fremur en ásjálegt garðtré. Er vinsælt götutré erlendis. Reyna að forma með klippingu í stofntré.
Yrki og undirteg.
Acer platanoides ssp. turkestanicum (Pax) De Jong. með rauða árssprota og heilrend blöð frá NA Afghanistan, Turkestan. Þar að auki er fjöldi yrkja í ræktun bæði hérlendis og erlendis t.d. 'Erectum', 'Trilobatum', 'Metallicum', 'Rugosum', 'Nervosum', 'Purpureum', 'Crispum', 'Reitenbachii' með svartrauð blöð og mörg fleiri.
Útbreiðsla
Acer platanoides L. Djäkneböle Broddhlynur Þetta er kvæmi frá stað sem heitir Djäkneböle og er í Umeå í Vesturbotni í Svíþjóð. ----------REYNSLA: Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 2004.