Acer stachyophyllum

Ættkvísl
Acer
Nafn
stachyophyllum
Ssp./var
ssp. stachyophyllum
Íslenskt nafn
Brúskahlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Samheiti
Acer tetramerum Pax
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Vor
Hæð
5-8 m (- 10m í heimk.)
Vaxtarlag
Oftast margstofna runni, 5-10 m á hæð, myndar rótarskot. Börkur grá- eða gulbrúnn, sléttur. Greinar eru grænar eða rauðgrænar og sléttar, oft skærrauðar þegar þær eru ungar.
Lýsing
Laufin heilrend eða grunn 3-flipótt, egglaga eða öfugegglaga, langydd, grunnur þverstýfður eða bogadreginn, skærgræn á efra borði, ljósari og dúnhærð í fyrstu á því neðra. Jaðrar tvísagtenntir, tennurnar vita fram á við. Blómskipunin er oft í klösum. Karlblómin eru í klösum sem vaxa frá lauflausu brumi. Kvenblómin vaxa af ýmiskonar brumum svo sem brumum með par af laufum eða frá lauflausum brumum á kröftugum greinum. Blómin gul. Skífa er um grunn frjóþráðanna. Aldin um 3 sm, stundum allt að 4,5 sm. Vængir mætast í hvössu horni.
Uppruni
A Himalaja til M Kína.
Harka
6
Heimildir
1, 2, http://www.plantdatabase.co.uk
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Sjaldan í ræktun.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2006 og lofar góðu.