Acer tschonoskii

Ættkvísl
Acer
Nafn
tschonoskii
Íslenskt nafn
Buskahlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Runni - litið tré
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Gulleit.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Tré eða runni sem getur orðið allt að 10 m á hæð í heimkynnum sínum en oftast um 5 m í ræktun erlendis. Börkur grár. Greinar ljósgrænar og með ögn af hvítum rákum. Ungar greinar rauðbrúnar, hárlausar.
Lýsing
Laufin allt að 8 × 9 sm, djúp 5-flipótt, stundum allt að 7-flipótt, kringlótt-egglaga, grunnur hjartalaga, græn á efra borði ljósari á því neðra meðan þau eru ung, með rauðleit dúnhár á æðastrengjunum á neðra borði. Jaðrar hvass-tvísagtenntir, tennur vita fram á við, leggir rauðgrænir. Blómskipunin hálfsveipur eða klasi, upprétt, með 7-12 gulleit blóm. Aldin allt að 3 sm. Vængir mætast í hvössu til réttu horni.
Uppruni
Japan.
Harka
5
Heimildir
1. 2, http://www.maples.se
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2007 sem lofar góðu.