Achillea chrysocoma

Ættkvísl
Achillea
Nafn
chrysocoma
Íslenskt nafn
Berghumall
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Achillea tomentosa v. chrysocoma
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem líkist gullhumli (A. tomentosa), með greinóttar, neðanjarðarrenglur. Stönglar allt að 40 sm, uppréttir, þétt þaktir silkihári. Laufin eru líka þakin þéttu silkihári, tvífjaðurskipt, flipar í annarri skiptingu þráðlaga.
Lýsing
Blómskipunin samsett, hálfsveipur með margar körfur. Tungukrýndu blómin 5, allt að 2,5 mm löng, gul. Reifarnar 3,5-5 mm í þvermál, nærreifar 3-4 mm með dökkbrúna jaðra, geislablóm um 3 mm. Aldinin hnetur.
Uppruni
Balkanskagi (Albanía, Bulgaría, Makedónia, Grikkland), endemísk.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1, e-ecodb.bas.bg/rdb/en/vol1/Achchrys.html
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð. Á hlýjum, sólríkum, vel framræstum stöðum.
Reynsla
Nokkuð harðgerð planta, en er skammlíf í rætkun, lifir oft ekki nema 2-3 ár á sama vaxtarstað. Ekki í Lystigarðinum 2015.