Achillea filipendulina

Ættkvísl
Achillea
Nafn
filipendulina
Íslenskt nafn
Mjaðarhumall
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Ágústlok.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar 60-100 sm, með gisin, aðlæg hár. Lauf þétthærð, með kirtilbletti, grunnlauf og neðri stöngullauf allt að 20 x 7 sm, aflöng, stundum með allt að 5 mm langan lauflegg, fjaðurskipt með 10-15 pör af aflöngum til lensulaga, sepóttum eða tenntum flipum, stöngullauf minni og minna skipt.
Lýsing
Körfur 30 eða fleiri í hálfsveip sem er 4-1 sm í þvermál, blómskipunarleggur 2-8 mm, reifar allt að 5 x 3,5 mm, öfugegglaga til aflöng, nærreifar framjaðraðar, lítið eitt hærðar, með kirtildoppur, geislablóm um 1 mm, 2-4, gullgul.
Uppruni
Kákasus, Íran, Afghanista, M Asía.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð á hlýjum, sólríkum stöðum, góð framræsla.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, var reynd í Lystigarðinum, en blómgaðist þar ekki sem skyldi, bráðfalleg tegund sem þarf að reyna mun betur. Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til, rækturð erlendis svo sem 'Golden Plate' stönglar háir og stinnir, blómin smá, hvít, í flötum kollum, góð í þurrblómaskreytingar, 'Parkers Variety' með gul blóm, 'Sommergold' blómin ljós gullgul.