Achillea tomentosa

Ættkvísl
Achillea
Nafn
tomentosa
Yrki form
'Aurea'
Íslenskt nafn
Gullhumall
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Djúpgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-15 sm
Vaxtarlag
Sjá aðaltegund, nema yrkið er dvergvaxið, allt að 15 sm hátt, þétt, myndar breiður með mjög ullhærð lauf.
Lýsing
Sjá aðaltegund nema yrkið er með djúpgul blóm.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í sólrík, hlý, vel framræst beð, í skjóli.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.