Aciphylla aurea

Ættkvísl
Aciphylla
Nafn
aurea
Íslenskt nafn
Trefjahyrna
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 80 sm háir, blaðhvirfingar um 100 sm í þvermál.
Lýsing
Lauf ein- til tvífjaðurskipt, 70-90 sm á lengd, minna á blævæng, gulgræn, sígræn, hvassydd. Slíður þykk, jaðrar himnukenndir. Smálauf í 2-4 pörum, 20-30 sm × 8-10 mm, stinn og þyrnikennd með fínar tennur sem vita fram. Laufleggir 10-20 sm × 12-16 mm, snarpir eða smátenntir. Axlablöð minna á laufin, eru jafnlöng þeim, allt að 27 sm × 8 mm, mjó hvassydd. Blómin gullgul í breiðu, keilulaga axi allt að 200 sm, með ófrjó blóm við neðstu stoðblöðin á stönglinum, sem eru ydd, stingandi, með slíður, axlablöðin allt að 8 sm x 2 mm.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem stakstæð planta.
Reynsla
Dafnaði ágætlega í Lystigarði Akureyrar, sérkennileg tegund - ekki til sem stendur í garðinum. Þarf mjög góða framræslu og gott er að setja möl eða smásteina allt í kring um rótarhálsinn svo hann rotni ekki. Plantan deyr þegar hún hefur blómstrað!