Aconitum anthora

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
anthora
Íslenskt nafn
Sólhjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Rætur með hnúðum. Stönglar uppréttir, lítið greinóttir.Laufin meira eða minna kringlótt, djúpskipt í marga, bandlaga flipa, hárlaus eða ögn hrokkinhærðir á jöðrunum og á neðra borði.
Lýsing
Blómskipunin klasi, þétt eða greinótt við grunninn, blómleggir með þétt hrokkin hár, blómin mörg, gul, hjálmurinn meira eða minna hvolflaga, blómhlífin langæ helst utanum fræhulstrin, sporar beinir. Fræhulstrin venjulega 5, fræin hvass ferhyrnd, svört.
Uppruni
S Evrópa, V & M Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/77080/#b
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð. Plantan er öll eitruð! Getur valdið ófnæmisviðbrögðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel.