Aconitum burnatii

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
burnatii
Ssp./var
subsp. burnatii
Íslenskt nafn
Spánarhjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Aconitum nevadense
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus eða ögn dúnhærð, upprétt, oftast 40-80 sm, stöngullauf handskipt með bandlaga flipa.
Lýsing
Blómin blá, tvíkynja, aðiens hægt að skipta í tvo eins hluta. Stoðblöðin 2-3 mm, bandlaga, blómhlífin með 5 misstór bikarblöð, líkjast krónublöðum, efri hlutinn hjálmlaga, 15-25 x 10-15 mm, þekur að hluta tvær hliðar. Er með 2 hunangskirtla, sem hjálmurinn hylur. Karlblómið er ú mörgum fræflum, með gula frjóhnappa. Kvenblómin með (2) 3 (5) frævur. Hvert fræhýði um 15 mm. Fræin 3-4 mm, svört og með vængi á hornunum.
Uppruni
Fjöll S Evrópu.
Heimildir
= https://www.almerinatura.com/joyas/aconitum-brunatii. html
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð. Öll plantan er eitruð.
Reynsla
Þrífst bara vel en þarf að skoða betur.