Aconitum carmichaelii

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
carmichaelii
Íslenskt nafn
Glanshjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljós-purpura til næstum hvít utan, djúp-purpura innan.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Rætur með hnúðum. Stönglar uppréttir, oft mjög hár, allt að 2 m. Laufin meira eða minna egglaga, skert að 2/3 að miðstrengnum í 3-5 flipa, dökk græn ofan, fölgræn á neðra borði, leðurkennd, hárlaus eða með hrokkin hár é æðastrengjunum, flipar lítð eitt tenntir eða flipóttir.
Lýsing
Blómskipunin þéttur toppur, greinar uppréttar, aldinleggur stuttur með hrokkið hár. Blómin djúp-purpura innan, ljós-purpurlit eða næstum hvít utan, hjálmurinn hvolflaga-sívalur, með lítið eitt hrokkið hár utan. Fræhýði venjulega 3, fræin þakin glærum, þverstæðum skífum eða fellingum.
Uppruni
M & V Kína, N Ameríka
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Sæmilega harðgerð planta, er til í ræktun hérlendis. Í Lystigarðinum er til ein planta undir nafninum A. carmenchaelii 'Arendsii', sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Yrki 'Arendsii' er með himinblá blóm, 'Latecrop' er með bl´blóm og blómstrar að haustinu.