Aconitum japonicum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
japonicum
Íslenskt nafn
Japanshjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Blá-purpura.
Blómgunartími
September.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Rætur með hnúðum. Stönglar 50-100, sm á hæð, uppréttir, meira eða minna bogsveigðir eða stöku sinnum lítillega klifrandi efst, smádúnhærðir ofantil. Lauf 5-10 sm í þvermál, oftast 3-klofin, hárlaus, fliparnir öfugegglaga-tígullaga, meira eða minna gróftennt, snubbótt.
Lýsing
Blómskipunin í gisnum hálfsveipur, endastæður eða hliðstæður, blómleggir hárlausir eða hærðir, blómin allt að 3 sm, fá, blá-purpura eða dálítið rauðmenguð, hjálmurinn keilulaga, snögg broddydd, trjónan bein, hvassydd. Fræhýði 3-5, hárlaus að mestu.
Uppruni
Japan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel.